Lögreglumenn við Herjólf í Þorlákshöfn.

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Lögreglumenn við Herjólf í Þorlákshöfn.

Kaupa Í körfu

Lögreglan er með 10 þjálfaða fíkniefnahunda EMBÆTTI ríkislögreglustjóra mun um verslunarmannahelgina halda úti öflugri löggæslu til aðstoðar lögreglustjórum á landsbyggðinni. Að sögn Guðmundar Guðjónssonar, yfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra, mun Fíkniefnastofa ríkislögreglustjóra veita lögreglustjórunum aðstoð í fíkniefnamálum en sú aðstoð hófst í gær og mun standa fram yfir helgina. Fíkniefnastofa hefur í því skyni fengið til liðs við sig átta menn; sex frá lögreglustjóranum í Reykjavík og einn frá lögreglustjóranum í Hafnarfirði, auk þess sem tollvörður frá tollstjóranum í Reykjavík mun veita aðstoð með fíkniefnaleitarhundi. MYNDATEXTI: Kristína Sigurðardóttir lögreglukona var við eftirlit við landganginn í Herjólf í gær en þar höfðu lögreglumenn fíkniefnaleitarhund sér til halds og trausts. Engin fíkniefni fundust við leitina í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar