Bruni í Hringrás

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Bruni í Hringrás

Kaupa Í körfu

SLÖKKVILIÐIÐ brá á það ráð að beita tveimur risastórum hjólaskóflum til þess að ráða niðurlögum eldsins við Sundahöfnina seint í gærkvöldi. Þær fóru að jöðrum eldhafsins og tóku úr haugnum og fóru með brakið á ákveðið svæði þar sem slökkt var endanlega í því. Þannig var slökkviliðið smám saman að vinna sig að miðju eldhafsins til þess að ráða niðurlögum hans. Þá fékk slökkviliðið aðstoð frá dönsku varðskipi, sem hér er statt, en það dældi upp sjó sem notaður var í baráttunni við eldinn. MYNDATEXTI: Í húsnæði endurvinnslunnar Hringrásar við Klettagarða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar