Bus.is stenst kröfur um aðgengi fatlaðra

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Bus.is stenst kröfur um aðgengi fatlaðra

Kaupa Í körfu

Reykjavík | Öryrkjabandalag Íslands og Sjá - óháð ráðgjöf, hafa vottað að vefur Strætós, www.bus.is, standist kröfur um aðgengi fyrir fatlaða, en í því felst að fatlaðir geta notað vefinn með aðstoð hjálpartækja á borð við skjálesara, sérhönnuð lyklaborð og talgervil. Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins, prófaði af þessu tilefni Ráðgjafann svonefnda á heimasíðu Strætós í gær með aðstoð talgervils, en hann hjálpar notendum að finna bestu leiðina milli áfangastaða MYNDATEXTI: Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands, kannar bestu leiðina milli Nesvegar og Mjóddar, með aðstoð talgervils. Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætós, og Sirrý Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Sjá, fylgjast með.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar