Nóatún opnar verslun sína við Hringbraut eftir endurbætur

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Nóatún opnar verslun sína við Hringbraut eftir endurbætur

Kaupa Í körfu

Vesturbær | Verslun Nóatúns í JL-húsinu var opnuð í gær eftir miklar endurbætur vegna bruna sem varð í versluninni í desember sl. Við það tækifæri þökkuðu stjórnendur verslunarinnar slökkviliðsmönnum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) fyrir vel unnið slökkvistarf og færðu Líknarsjóði Brunavarðafélags Reykjavíkur 500.000 kr. peningagjöf. Verslunin var endurhönnuð í hólf og gólf, lýsing og aðgengi bætt, úrval af grænmeti aukið og sett upp nýtt bakarí. Þau Sigurður Arnar Sigurðsson, forstjóri Kaupáss, sem rekur m.a. Nóatúnsverslanirnar, og Fanney Kim Du, verslunarstjóri í versluninni, skáru saman á borða þegar verslunin var opnuð með kjöthnífum, eflaust til að minna viðstadda á kjötborð verslunarinnar, sem eins og annað er nýtt og endurbætt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar