Lögreglan og vörubílstjórar - mótmælaakstur vörubílstjóra

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Lögreglan og vörubílstjórar - mótmælaakstur vörubílstjóra

Kaupa Í körfu

Atvinnubílstjórar ollu nokkrum töfum á umferð í Reykjavík í gær þegar um tuttugu og fimm vöruflutningabifreiðum var ekið löturhægt um helstu umferðargötur borgarinnar frá klukkan hálffjögur til sex. Með þessum aðgerðum vildu atvinnubílstjórar mótmæla gjaldi á dísilolíu sem þeir telja of hátt og fela í sér mismunun. Tafirnar urðu hvað mestar í Ártúnsbrekku en þar óku atvinnubílstjórarnir á 30 kílómetra hraða. Ekki kom til átaka og fór vel á með lögreglunni og bílstjórum. |ðust saman við Sæmundargötu við Háskóla Íslands. MYNDATEXTI: Vel fór á með lögreglunni og bílstjórunum. Hér þiggur Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, neftóbakskorn af einum atvinnubílstjóranna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar