Bílvelta við Hvalfjarðargöng

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Bílvelta við Hvalfjarðargöng

Kaupa Í körfu

MIKILL erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt laugardags vegna slæmrar færðar. Tveir árekstrar urðu í Kópavogi á föstudagskvöld til viðbótar þeim fimm sem orðið höfðu fyrr um daginn. Fjórir árekstrar urðu í Hafnarfirði, þar af harður árekstur á Álftanesveginum undir miðnætti sem rekja má til hálku. Þar skullu tveir fólksbílar hvor framan á annan og voru bílarnir stórskemmdir. Flytja varð þá báða burtu með kranabíl. Engin meiðsli urðu á fólki. Mjög annasamt var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu vegna sjúkraflutninga, en samtals fóru fram tæplega tuttugu flutningar vegna slysa og árekstra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar