Volvo, vettvangsstjórabíll, lögreglunnar í Reykjavík

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Volvo, vettvangsstjórabíll, lögreglunnar í Reykjavík

Kaupa Í körfu

Verða að vera rúmgóðir Þorsteinn Guðjónsson, starfandi útivarðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, er hér undir stýri á einum nýjasta bílnum, Volvo S80. Eins og sjá má eru margs konar viðbótartæki komin í bílinn, sími og talstöð vinstra megin við Þorstein og á miðjustokknum eru m.a. stjórntæki fyrir forgangsljósin og sírenu og radar til hraðamælinga en nemar frá radarnum eru bæði í fram- og afturrúðu. Þorsteinn segir nauðsynlegt að lögreglubílar séu rúmgóðir til að hægt sé að koma öllum þessum búnaði fyrir án þess að það þrengi að ökumanni eða skerði á nokkurn hátt meðhöndlun bílsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar