Eldur í Hafnarfirði

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Eldur í Hafnarfirði

Kaupa Í körfu

Eldur kviknaði í vélaverkstæði við Stapahraun í Hafnarfirði í gærkvöldi og var allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins kallað út. Rjúfa þurfti þak hússins til að slökkva eldinn. Starfsmenn verkstæðisins voru við rafsuðuvinnu þegar kviknaði í húsnæðinu sem er á 200 fermetra fleti og fór eldur í millivegg og loftræstistokk. Engin slys urðu á fólki. MYNDATEXTI: Eldur - Slökkviliðsmenn frá SHS þurftu að rjúfa þak húsnæðisins við slökkvistörfin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar