Mótmæli við álverið á Grundartanga

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Mótmæli við álverið á Grundartanga

Kaupa Í körfu

UM TUTTUGU umhverfisverndarsinnar frá aðgerðasamtökunum Saving Iceland lokuðu í gær veginum að álveri Norðuráls á Grundartanga með því að hlekkja sig saman, auk þess sem fimm mótmælendur fóru inn á athafnasvæði Norðuráls og klifruðu þar upp í háan krana með þeim afleiðingum að framkvæmdir stöðvuðust um tíma. Í samtali við Morgunblaðið sagði Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson frá Saving Iceland tilgang mótmælanna hafa verið að vekja athygli á náttúruspjöllum og þeirri mengun sem kæmi frá verksmiðju Íslenska járnblendifélagsins og álverinu. Samkvæmt upplýsingum frá Theodóri Kr. Þórðarsyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni í Borgarnesi, voru mótmælin friðsamleg. Segir hann mótmælendur aðeins hafa truflað umferð um skamman tíma því strax var brugðið á það ráð að opna hjáleið við Járnblendiverksmiðjuna. Mótmælunum lauk á sjöunda tímanum í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar