Kollafjörður

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Kollafjörður

Kaupa Í körfu

ÓNÝTT ræsi í hlíðinni fyrir ofan þjóðveginn um Kollafjörð varð til þess að nokkurra tuga metra breið aurskriða féll á veginn seint í fyrrinótt. Rúta með tæplega 60 manns innanborðs lenti á skriðunni, líklega fljótlega eftir að hún féll, og stöðvaðist uppi á eðjubingnum. Meiðsli á fólki voru minniháttar. Slysið varð laust eftir klukkan fjögur. Rútan var losuð af staðnum skömmu fyrir klukkan níu og störfum á vettvangi var lokið rúmlega 10. MYNDATEXTI Jarðvegsmagnið sem fór á veginn er gríðarlegt og má ljóst vera að mun verr hefði getað farið. Rútubílstjórinn sá ekki skriðuna fyrr en rútan var komin inn í hana. Hann hafði dregið úr hraða skömmu áður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar