Eiturefnaslys

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Eiturefnaslys

Kaupa Í körfu

ENGAN sakaði þegar um tvö hundruð lítrar af saltpéturssýru láku úr keri á athafnasvæði Tandurs á Hesthálsi um miðjan dag í gær. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) var með töluverðan viðbúnað, eiturefnakafarar voru sendir á vettvang og gerðu þeir ráðstafanir til að stöðva lekann. Ekki var talið að hætta stafaði af gufum frá sýrunni. Saltpéturssýran, sem var 53%, var geymd í 1.000 lítra keri inni í gámi og kom lekinn í ljós þegar starfsmaður opnaði gáminn og lét hann slökkvilið þegar vita. Talið er að kerið hafi skemmst í sjóflutningum. Það er alltaf hætta þegar um eiturefni er að ræða, en um lítið magn var að ræða, sagði Ari Jóhann Hauksson, varðstjóri hjá SHS, en til öryggis var svæðið girt af á meðan hreinsunarstarf stóð yfir. Því var lokið síðdegis.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar