Amfetamínfundur

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Amfetamínfundur

Kaupa Í körfu

Á SKALANUM 1-10 flokkast amfetamínframleiðslan sem lögreglan upprætti í fyrradag á bilinu 8-9 að umfangi, að mati Andre van Rijn, sérfræðings á vegum Europol sem hefur verið ráðgefandi við aðgerðir íslensku lögreglunnar. Búnaðurinn, sem er afar háþróaður, hefur verið mjög dýr að mati Van Rijn, á bilinu 20 til 30 þúsund evrur hið minnsta, eða 4 til 5 milljónir króna á núverandi gengi. „Ef ég á að bera þessa verksmiðju saman við flestar aðrar sem ég hef séð í Evrópu og Bandaríkjunum felst munurinn fyrst og fremst í því að hér er um að ræða háþróaða og tæknilega framleiðslu. Oftast hefur fólk sem stendur í amfetamínframleiðslu mjög litla efnafræðiþekkingu en hér eru greinilega kunnáttumenn á ferðinni.“ Á margra ára ferli sínum segist hann aðeins hafa séð tvær svo þróaðar verksmiðjur áður. MYNDATEXTI Þeir Andre van Rijn, hollenskur sérfræðingur Europol, Friðrik Smári Björgvinsson og Karl Steinar Valsson sögðu frá aðgerðum lögreglu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar