Stríðinu á Gaza mótmælt fyrir utan Stjórnarráðið

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Stríðinu á Gaza mótmælt fyrir utan Stjórnarráðið

Kaupa Í körfu

TÁKNRÆN mótmæli gegn hernaði Ísraela á Gaza-ströndinni fóru fram við hús stjórnarráðsins í gærmorgun. Rauðum lit var slett á húsið og stríðshörmungar settar á svið. Mótmælin voru friðsamleg að öðru leyti og var tilefnið að fordæma blóðbað Ísraelsstjórnar á Gaza og krefjast þess að ríkisstjórn Íslands slíti stjórnmálasambandi við Ísrael þegar í stað. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu var líklega um að ræða vatnsþynntan matarlit eða mikið útþynnta málningu, sem slett var á húsið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar