Geir Jón Þórisson flytur fyrirlestur í Valhöll

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Geir Jón Þórisson flytur fyrirlestur í Valhöll

Kaupa Í körfu

Geir Jón Þórisson, fv. yfirlögregluþjónn, mun í hádeginu í dag flytja fyrirlestur í Valhöll undir yfirskriftinni „Aðförin að Alþingi – mótmælin við Austurvöll í lok árs 2008 og byrjun árs 2009“. Alþingi hefði verið tekið yfir af mótmælendum ef nokkrir þeirra sem réðust inn í Alþingishúsið þann 8. desember árið 2008 hefðu komist inn í þingsalinn. Þetta er álit Geir Jóns Þórissonar, fv. yfirlögregluþjóns sem segir innrásina í þingið einn alvarlegasta dag mótmæla í kjölfar efnahagshrunsins. Geir Jón sagði að ýmsir hefðu fundið þessa árás á þinghúsið léttvæga og hún hafi átt að falla undir venjulega mótmæli utanhúss þrátt fyrir að í henni hafi verið ráðist inn í húsið með eignatjóni og lögreglumenn og starfsmenn þingsins slasast. Í lok fundar var Geir Jón beðinn um að nafngreina þá þingmenn sem hann hefur áður sagt að hafi verið í samskiptum við ákveðna mótmælendur og haft áhrif á hópinn auk þess að hafa hreytt ónotum í lögreglumenn. Það sagðist hann ekki ætla að gera en benti á að það væri hægt að skoða í fundargerð forsætisnefndar þingsins frá 21. janúar árið 2009.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar