Nokkur hundruð manns mótmæltu

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Nokkur hundruð manns mótmæltu

Kaupa Í körfu

Nokkur hundruð manns mótmæltu árásum Ísraelshers á Gazaströndinni fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg í dag. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína, fluttu ávörp. Yfir 100 manns hafa fallið í árásunum á Gazaströndina. Meðal þeirra sem hafa fallið eru óbreyttir borgarar, bæði konur og börn. Félagið Ísland-Palestína, sem stóð fyrir fundinum, segir að heilbrigðiskerfið á Gaza eigi erfitt með að sinna stöðugum straumi slasaðra. Stórfelldur skortur á lífsnauðsynlegum lækningavörum sé farinn að kosta mannslíf. „Bandaríkin eru í lykilstöðu til að stöðva blóðbaðið á Gaza. Félagið Ísland-Palestína krefst þess að Bandaríkjamenn með Obama forseta í fararbroddi stöðvi fjöldamorðin í Palestínu,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar