Hvalur 9 tekinn í slipp

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hvalur 9 tekinn í slipp

Kaupa Í körfu

Hvalur 9, annar hvalveiðibáta fyrirtækisins Hvals hf., var tekinn í slipp í fyrradag, til háþrýstiþvottar. Í byrjun júní næstkomandi hefjast hvalveiðar að nýju eftir tveggja ára hlé og hefur kvótinn fyrir árið verið ákvarðaður 154 langreyðar. Gert er ráð fyrir því að um 150 manns muni vinna við hvalveiðar og vinnslu í sumar hjá starfsstöðvum Hvals hf. í Hafnarfirði, Hvalfirði og hugsanlega einnig á Akranesi. Er þetta síðasta árið sem veiða má langreyði en veiðileyfið sem gefið var út árið 2009 hefur einungis fimm ára gildistíma.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar