Skólasetning MR í dag

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Skólasetning MR í dag

Kaupa Í körfu

Skóla­setn­ing Mennta­skól­ans í Reykja­vík fór fram í 169. sinn í dag við hátíðlega at­höfn. Nem­end­ur söfnuðust fyr­ir fram­an skól­ann kl. 13.50 og gengu þaðan fylktu liði til skóla­setn­ing­ar í Dóm­kirkj­unni, með merki skól­ans hátt á lofti. Yngvi Pét­urs­son, rektor MR, ávarpaði nem­end­ur við kom­una í Dóm­kirkj­una, bauð þá vel­komna í skól­ann og hvatti þá til að stunda nám sitt af sam­visku. „Þið eruð nú þátt­tak­end­ur í tæp­lega þúsund ára mennt­un­ar­sögu þessa skóla og fyr­ir­renn­ara hans í Skál­holti, Hóla­völl­um og Bessa­stöðum. Því fylg­ir mik­il ábyrgð en um leið bæði veg­semd og virðing að fá að stunda nám við elsta skóla lands­ins. En þið megið ekki gleyma því að sá kafli sem þið skráið í sög­una mark­ast al­farið af fram­lagi ykk­ar,“ sagði Yngi meðal ann­ars í setn­ing­ar­ræðu sinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar