112 dagurinn - Skyndihjálparmaður ársins

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

112 dagurinn - Skyndihjálparmaður ársins

Kaupa Í körfu

Skyndihjálparmaður ársins Anna Úrsúla Guðmundsdóttir handknattleikskona var valin skyndihjálparmaður ársins. Með henni á myndinni eru liðsfélagar hennar úr Val en þær komu Guðmundi Helga Magnússyni til bjargar eftir að hann hné niður. Alls bárust Neyðarlínunni yfir fimm þúsund tilkynningar vegna barna í vanda fyrstu tíu heilu árin eftir að samstarf 112 og Barnaverndarstofu um neyðarsímsvörun vegna barnaverndar hófst. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fréttatilkynningu en 112-dagurinn var haldinn um allt land í gær. Að þessu sinni var sjónum beint að öryggi og velferð barna og ungmenna. Dagurinn var skipulagður í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Lögð var áhersla á að kynna 112 sem barnaverndarnúmerið. Þá fræddi m.a. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins börn í 4. bekk um neyðarnúmerið, skyndihjálp og slysavarnir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar