Tómas og Rósa María

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Tómas og Rósa María

Kaupa Í körfu

Salatbar, kirkjuferðir, speglar og gjafir fyrirtækja eru meðal þess sem borið hefur á góma á fundum skólaráða Langholtsskóla og Foldaskóla. Tíundubekkingarnir og skólaráðsfulltrúarnir Rósa María Bóasdóttir og Tómas Þorláksson segja að þar ráði jafnrétti ríkjum, öll sjónarmið fái að heyrast og allir hafi tillögurétt; nemendur, foreldrar, kennarar og skólastjórinn.Þótt samstarf heimila og skóla með þátttöku nemenda, kennara, foreldra og skólastjóra sé ekki alveg splunkunýtt af nálinni, eru skólaráðin tímanna tákn að því leytinu að þar á allt að vera uppi á borðinu og mikið kapp er lagt á gagnsæi. Árið 2008 voru skólaráð sett á fót samkvæmt nýjum grunnskólalögum og var eitt meginmarkmiðið að allir innan skólasamfélagsins hefðu þar rödd og aðkomu að ákvarðanatöku varð- andi skólahaldið. Einnig var sett í lög að við skólana störfuðu nemendafélög og foreldrafélög. Slík fé- lög höfðu áður sinnt því helst að skipuleggja böll og aðrar skemmtanir í skólanum, en með tilkomu skólaráðanna fengu þau nýtt og þýðingarmeira hlutverk, sem fólst í að fjalla um hagsmunamál nemenda og vera bakland skólaráðsfulltrúa. Skólaráðin hafa veitt nemendum og foreldrum lýðræðislega aðkomu að skólahaldinu; áhrif og vettvang til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar