Göngubrú í Norðlingaholti
Kaupa Í körfu
Göngubrú, sem tengir Norðlingaholt og Selás í Árbæ, mun ekki verða tilbúin fyrr en í lok júní. Brúin átti að vera tilbúin í maí en tefst vegna veðurofsans í vetur. „Tímasetningar munu ekki standast. Það er búið að steypa brúna en það á eftir að spenna hana upp. Ný verkáætlun er komin í gang sem miðar að því að klára brúna í lok júní,“ segir Róbert G. Eyjólfsson, verkefnisstjóri framkvæmdarinnar hjá Reykjavíkurborg. Hann segir veðrið eiga stóran þátt í töfunum. „Það var allt klárt fyrir steypuvinnu þegar veturinn skall á. Síðan hefur ekkert viðrað til slíkrar vinnu,“ segir Róbert. Væntanlega verða engar tafabætur í þessu verki en það kemur ekki í ljós fyrr en í lok framkvæmda.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir