Mýrargata við Ánanaust

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Mýrargata við Ánanaust

Kaupa Í körfu

Beygjureinin við Sögusafnið, þar sem beygt er frá Mýrargötu inn á Grandagarð hefur verið lokuð frá því í fyrrahaust. Á annatíma hefur myndast þar nokkur örtröð þar sem ökumenn á leið að Grandagarði hafa þurft að aka inn á Grandatorg, stóra hringtorgið á svæðinu, og taka þar fyrstu beygjuna til norðurs komi þeir vestur eftir Mýrargötunni. Ekki stendur til að taka beygjureinina aftur í notkun. „Ástæðan er deiliskipulag svæðisins, sem kveður á um lokun hennar,“ segir í svari Ólafs Bjarnasonar, samgöngustjóra Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn blaðamanns. Miklar breytingar hafa verið gerðar á svæðinu að undanförnu og hvað sem deiliskipulaginu líður má glögglega sjá hversu líflegt er orðið við Vesturhöfnina og alla leið út á Granda. Eins og greint hefur verið frá er mikil eftirspurn eftir hverju því verslunarplássi sem losnsar úti á Granda og er fjölbreytileiki rekstrar á svæðinu með besta móti. Á meðal þess sem þar er nú þegar er ísbúð, ostabúð, þrjú söfn og þar á meðal hvalasafn, veitinga- og kaffihús auk ýmissa verslana og skrifstofa. Deiliskipulag svæðisins gerir til dæmis ráð fyrir byggingu fjölda nýrra íbúða auk atvinnuhúsnæðis.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar