Mikil úrkoma í Reykjavík á mánudaginn
Kaupa Í körfu
„Vatnið fer alltaf auðveldustu leið og því getur þrýstingur leitt vatnið upp úr vatnsleiðslukerfinu og getur komið upp um klósettin heima hjá fólki sem býr í gömlu hverfunum,“ segir Stefán Sveinsson, verkstjóri fráveitu hjá Veitum ohf. sem er undirfélag Orkuveitunnar. „En það gerist ekki í nýrri hverfunum, því þar er tvöfalt kerfi og skólplagnir ekki tengdar kerfinu.“ Í fyrradag fór slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í 28 útköll út af vatnslekamálum sem er með því mesta sem það hefur lent í á einum degi. Ástæðan er sú að mjög mikil rigning féll á skömmum tíma, þannig að álagið á frárennsliskerfið var meira en það er á miklum rigningatímum á vorin. Sjávarföllin voru ekki há þegar þetta gerðist, en ef þau eru há geta þau tafið frárennslið og jafnvel myndað þrýsting á móti. Frárennsliskerfið, sérstaklega í Vesturbænum, í mýrunum og við Háskóla Íslands yfirfylltist, því kerfið tekur ekki nógu mikið við. Vatnið fer alltaf auðveldustu leið og því verður þrýstingurinn upp á við og getur þrýst upp vatni um klósettin hjá öllum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir