Hvalfjarðagöng - Bensínleki

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hvalfjarðagöng - Bensínleki

Kaupa Í körfu

Tugir bensínlítra láku úr tankbíl í Hvalfjarðargöngunum í gærmorgun Ökumaður fólksbíls gerði viðvart um lekann HVALFJARÐARGÖNGIN voru lokuð fyrir allri umferð í þrjá tíma í gærmorgun vegna bensínleka frá tankbíl á vegum Olíudreifingar sem tilkynnt var um rétt fyrir klukkan tíu. MYNDATEXTI: Tankbíll Olíudreifingar og tengitankurinn (t.v.) sem bensínið lak úr í Hvalfjarðargöngum í gær. Bíllinn var ofhlaðinn, samkvæmt upplýsingum blaðsins, en það hafði ekkert með að gera að loftventill í tengitanknum gaf sig. Hér er verið að tappa af tankbílnum yfir í tengitankinn, áður en förinni var haldið áfram norður í Borgarfjörð og Húnavatnssýslur. Það sem olli því að bensín lak úr tankbílnum var að loftloki á tengitanki bilaði með þeim afleiðingum að út um hann rann bensín þegar hann ók upp úr göngunum norðanmegin. Mér skilst að bíllinn hafi verið eitthvað ofhlaðinn en engin tengsl eru milli þess og óhappsins," sagði Þórður Þórðarson, aðalvarðstjóri í lögreglunni í Reykjavík, um óhappið í Hvalfjarðargöngum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar