Kringlan nýbygging

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Kringlan nýbygging

Kaupa Í körfu

Nýbygging Kringlunnar opnuð með viðhöfn NÝBYGGING verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar var opnuð með viðhöfn í gærmorgun. Með byggingunni er búið að tengja saman Kringluna, Borgarkringluna og Borgarleikhúsið og er húsnæðið allt um 62.000 fermetrar að stærð eftir breytinguna. Nýbyggingin sjálf er um 10.000 fermetrar og tengibygging við Borgarleikhúsið um 2.000 fermetrar. Eldri hluti Kringlunnar er um 40.000 fermetrar og Borgarleikhúsið um 10.000. MYNDATEXTI: Sigurður Gísli Pálmason stjórnarformaður eignarhaldsfélags Kringlunnar opnaði nýbygginguna formlega með því að klippa á borða með sérsmíðuðum skærum, þeim sömu og Pálmi Jónsson faðir hans klippti borða með þegar Kringlan var opnuð árið 1987. Sigurði Gísla til aðstoðar eru Ragnar Atli Guðmundsson framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins og Garðar Friðjónsson aðstoðarmaður hans. .

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar