200 ára afmæli löggæzlu á Íslandi

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

200 ára afmæli löggæzlu á Íslandi

Kaupa Í körfu

Merk tímamót urðu í sögu hinnar einkennisklæddu lögreglu á Íslandi í gær, þegar 200 voru liðin frá stofnun hennar. Í tilefni dagsins opnaði Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra sérstaka sögusýningu sem stendur almenningi opin til 22. júní í húsakynnum ríkislögreglustjórans að Skúlagötu 21. Að auki hefur verið gefinn út minnispeningur, minjagripir, kynningarrit um sögu, þróun og uppbyggingu lögreglunnar á Íslandi. Myndatexti: Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra heiðraði Sigurjón Sigurðsson, fyrrverandi lögreglustjóra í Reykjavík, fyrir vel unnin störf hans í þágu lögreglunnar. Ekkert fór framhjá vökulu auga Jóns Arnars Guðmundssonar varðstjóra, sem klæddi sig upp í lögreglubúning frá 1803. ( Afmælissýning vegna 200 ára löggæzlu á Íslandi opnuð í húnsæði Ríkislögreglustjórans )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar