Kynningarfundur um virkjun Þjórsár

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Kynningarfundur um virkjun Þjórsár

Kaupa Í körfu

Íbúar við Þjórsá kynntu sér í gær áætlanir um nýjar virkjanir í ánni Fram komu áhyggjur af því í viðtölum við nokkra heimamenn á kynningarfundi Landsvirkjunar á umhverfisáhrifum virkjana í neðri hluta Þjórsár í gær, að framkvæmdir við Urriðafossvirkjun gætu haft alvarleg áhrif á grunnvatn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Ólafur Leifsson í Björnskoti, sem sæti á í sveitarstjórn, segist hafa sérstakar áhyggjur af þessu og í sama streng tekur Vilmundur Jónsson í Skeiðháholti, sem segir áhyggjuefni ef jarðvegsvatnið muni hækka á býlum og sumarbústaðalöndum vegna framkvæmdanna. MYNDATEXTI: Fulltrúar Landsvirkjunar kynntu áhugasömum heimamönnum áætlanir um virkjanir við Núp og Urriðafoss í Þjórsá í Brautarholti á Skeiðum í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar