Félagar úr Vikverja setja upp mastur
Kaupa Í körfu
FÉLAGAR úr björgunarsveitinni Víkverja í Vík í Mýrdal voru í óðaönn að reisa fjarskiptamastur við björgunarsveitarskýlið í Vík í gær en að sögn Reynis Ragnarssonar, björgunarsveitarmanns í Víkverja, standa vonir til að fjarskipti muni batna til muna með mastrinu. "Við höfum verið svolítið innilokuð hérna í víkinni útaf fjöllunum og þurfum að reyna að ná betra sambandi," segir Reynir. Mastrið er komið um langan veg en það rak á fjörur við Hjörleifshöfða og er að sögn Reynis af skútu sem fórst út af Írlandi. Reynir segir að búið sé að flikka upp á mastrið til að það geti þjónað sínu hlutverki vel í framtíðinni. Á myndinni eru Halldór Ingi Eyþórsson og Jóhann Einarsson að stýra mastrinu í festingar.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir