Bakarahátið

Jim Smart

Bakarahátið

Kaupa Í körfu

UNDANFARNA daga hafa bakarar sýnt listir sínar í brauð- og kökubakstri í Vetrargarðinum í Smáralind. Í fyrradag fór fram fyrri hluti baksturskeppni bakaríanna og Bakó, þar sem kepptu tvö 9 manna lið frá jafnmörgum bakaríum. Keppninni var fram haldið í gær og átti að kynna úrslit og afhenda verðlaun síðdegis. Hafliði Ragnarsson, bakari og kökuskreytingameistari, lenti nýverið í öðru sæti í keppni í súkkulaðiskreytingum í Belgíu og var hann af því tilefni heiðraður sérstaklega af Landssambandi bakarameistara, Klúbbi bakarameistara og Samtökum iðnaðarins í gær. Verk Hafliða er til sýnis í Vetrargarðinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar