Ormsteiti á Egilsstöðum

Steinunn Ásmundsdót/Eigilsstöðum

Ormsteiti á Egilsstöðum

Kaupa Í körfu

Uppskeruhátíðin Ormsteiti var haldin með pomp og prakt á Egilsstöðum dagana 6. til 10. september sl., en hátíðin hefur verið haldin af myndarskap á hverju hausti í hálfan áratug. Hátíðin hófst með hefðbundnum nýbúadegi, en þá eru allir þeir sem flust hafa til sveitarfélagsins á árinu boðnir í gönguferð með leiðsögn og til kaffisamsætis. Markmið þessa er að kynna hinum nýju íbúum sögu og anda staðarins og þá möguleika sem þar er að finna til félagslífs og fjörgandi athafna. Festarganga fjölskyldunnar var líkt og nýbúadagurinn hvati til samveru og fróðleiks. Fjölskyldur sveitarfélagins voru að undirlagi bæjarstjóra Austur-Héraðs hvattar til að sameinast í gönguferð að Taglarétt í nágrenni Egilsstaða. MYNDATEXTI: Frá Ormsteiti, uppskeruhátíð á Héraði. mynd kom ekki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar