Hjólað í stað þess að vera í skóla

Guðrún Vala

Hjólað í stað þess að vera í skóla

Kaupa Í körfu

MEÐ lengingu skólaársins hafa margir skólar reynt að nýta vorið og góða veðrið til útiveru og óhefðbundins skólastarfs. Að sögn skólastjórnenda hér gefst það fyrirkomulag vel enda margir nemendur orðnir langþreyttir á því að verma skólabekkinn á þessum árstíma. Fréttaritari rakst á þessa krakka úr 7. bekk Grunnskólans í Borgarnesi sem voru að leggja upp í hjólreiðaferð ásamt kennurum sínum. Ferðinni var heitið í Andakílsvirkjun en vegalengdin þangað er 34 km fram og tilbaka.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar