Myndstef

Jim Smart

Myndstef

Kaupa Í körfu

TUTTUGU ferða- og menntunarstyrkir til myndhöfunda voru veittir að afloknum aðalfundi Myndstefs á dögunum. 49 sóttu um styrk. Hver styrkur var að upphæð 100 þús. kr. og hlutu eftirtaldir styrk: Anna Jóelsdóttir myndlistarmaður vegna sýningar í Hafnarborg, en hún býr í Bandaríkjunum. Guðmundur Viðarsson ljósmyndari vegna ljósmyndasýningarinnar "Íslenskar kirkjur í Kanada". Ragnheiður Ragnarsdóttir myndlistarmaður vegna þátttöku í sýningu í Basel í Sviss. Sara Björnsdóttir myndlistarmaður vegna þátttöku í sýningum í Dublin á Írlandi og í Hollandi og dvalar á gestavinnustofu í Bergen. Snorri F. Hilmarsson leikmyndahönnuður, ferð vegna framlags Íslands á fjóræring leikmynda og búningahöfunda í Prag. Helga I. Stefánsdóttir, leikmynda- og búningahönnuður, ferð vegna framlags Íslands á fjóræring leikmynda og búningahöfunda í Prag. Guðný M. Magnúsdóttir myndlistarmaður vegna þátttöku í sýningu og keramikráðstefnu í Osló í Noregi. Ívar Valgarðsson, myndlistarmaður vegna þátttöku í sýningu í Danmörku. Gunnar Örn Gunnarsson myndlistarmaður, sýningarstjórn og þátttaka í sýningu í Danmörku. Valgerður Hauksdóttir myndlistarmaður vegna þátttöku í sýningu og ráðstefnu í Boston. Kristján Logason ljósmyndari vegna þátttöku í sýningu í Flórens. Irene Jensen myndlistarmaður vegna þátttöku í sýningum í Svíþjóð og Færeyjum. Guðný Rósa Ingimarsdóttir myndlistarmaður, sýning í Nýlistasafninu, en Guðný er búsett í Brussel. Guðbjörg Káradóttir myndlistarmaður vegna þátttöku í ráðstefnu í Osló. Eirún Sigurðardóttir myndlistarmaður, vegna þátttöku í Prag Biennale. Jóní Jónsdóttir myndlistarmaður, vegna þátttöku í Prag Biennale. Sigrún Inga Hrólfsdóttir vegna þátttöku í Prag Biennale. Haraldur Jónsson myndlistarmaður vegna þátttöku í sýningum í Dublin á Írlandi og í Berlín í Þýskalandi. Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistarmaður, vegna þátttöku í sýningu og ráðstefnu í Póllandi. Bryndís Jónsdóttir myndlistarmaður, MYNDATEXTI: Hluti styrkþega Myndstefs ásamt formanni samtakanna, Knúti Bruun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar