Beate Rathmayr

Sverrir Vilhelmsson

Beate Rathmayr

Kaupa Í körfu

ÍSLAND verður í forgrunni á sýningu sem opnuð verður í OK-nútímalistamiðstöðinni í Linz í Austurríki í dag. Sýningin ber heitið Island by Numbers og taka átta listamenn frá Austurríki og Íslandi þátt. Austurríski listamaðurinn Beate Rathmayr er hugmyndasmiðurinn að baki verkefninu og einn af þátttakendunum átta. "Hópurinn kom hingað til Íslands síðastliðið sumar og dvaldist víðsvegar um landið. Listamennirnir, sem koma úr öllum geirum listarinnar, unnu verk fyrir þessa sýningu út frá upplifun sinni á landinu. Hluti hópsins kom svo aftur nú í vor til að upplifa landið og menninguna á öðrum árstíma og vinna útfrá því," segir Beate í samtali við Morgunblaðið. Listmiðill hennar sjálfrar er einkum ljósmyndun og myndbandagerð, og segist hún einkum hafa fengist við rými og fólk í verkunum sem hún hefur unnið út frá reynslu sinni hér. MYNDATEXTI: Beate Rathmayr er hugmyndasmiðurinn að baki sýningunni Island by Numbers, sem opnuð verður í OK-nútímalistamiðstöðinni í Linz í Austurríki í dag. Þar leggja átta listamenn, frá Austurríki og Íslandi, út frá veru sinni hérlendis í fjölbreytilegri listsköpun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar