Lúðrasveit Reykjavíkur - Gestir á vortónleikum

Sverrir Vilhelmsson

Lúðrasveit Reykjavíkur - Gestir á vortónleikum

Kaupa Í körfu

Lúðrasveit Reykjavíkur heldur vortónleika sína í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20. Að sögn stjórnanda sveitarinnar, Lárusar Halldórs Grímssonar, verða tónleikarnir djassskotnir að þessu sinni. "Við hefjum tónleikana á hinu þekkta lagi með Weather Report, Birdland, sem var ein frægasta djassrokksveitin hérna á árum áður," segir hann í samtali við Morgunblaðið. MYNDATEXTI: Gestir á vortónleikum Lúðrasveitar Reykjavíkur, sem fram fara í Borgarleikhúsinu í kvöld, ásamt stjórnanda sveitarinnar: Sigurbjörn Ari Hróðmarsson básúnuleikari, Ólafur Kjartan Sigurðarson barítonsöngvari, Lárus Halldór Grímsson stjórnandi og Tatu Kantomaa harmonikkuleikari.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar