Austurvöllur

Jim Smart

Austurvöllur

Kaupa Í körfu

Jörðin séð frá himni, stærsta ljósmyndasýning sem sögur fara af, verður opnuð á Austurvelli næstkomandi laugardag kl. 15. Þar getur að líta ljósmyndir franska ljósmyndarans, Yann Arthus- Bertrand, frá ýmsum stöðum á jörðinni, meðal annars Íslandi, en myndirnar eiga það sameiginlegt eins og nafnið gefur til kynna að vera teknar úr lofti. Myndirnar eru 120 talsins, flennistórar og settar upp á þartilgerða standa, þær eru litríkar og fjölbreyttar og sýna mannlíf og náttúru á jörðinni í öllum sínum margbreytileika frá þessu sérstæða sjónarhorni. Sýningin hefur hlotið mikið lof og notið ómældra vinsælda hvar sem hún hefur komið og er talið að þegar hafi um 30 milljónir manna séð hana og bíða forráðamenn borga víða um heim í röðum eftir því að fá hana til sín.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar