Guðlaugur Arason

Kristján Kristjánsson

Guðlaugur Arason

Kaupa Í körfu

Rithöfundurinn Guðlaugur Arason hefur búið lengi í Kaupmannahöfn og hann hefur undanfarin fjögur ár staðið fyrir gönguferðum um Íslendingaslóðir í borginni. Gönguferðir Guðlaugs eru skipulagðar tvisvar í viku frá maí til september, á miðvikudögum og sunnudögum og er farið frá Ráðhúströppunum á Ráðhústorgi kl. 13.00. Auk fastra ferða geta hópar pantað sérstakar gönguferðir um Íslendingaslóðirnar í borginni. Guðlaugur bendir á að stór og mikilvægur hluti Íslandssögunnar hafi gerst í Kaupmannahöfn og sjálfur er hann mjög fróður um þá sögu og segir skemmtilega frá henni á gönguferðum sínum. Myndatexti: Guðlaugur Arason rithöfundur fyrir framan Ráðhúsið í Kaupmannahöfn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar