Ísland á iði

Sverrir Vilhelmsson

Ísland á iði

Kaupa Í körfu

Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur látið gera sérstaka fræðslu- og hvatningarhandbók sem send verður inn á öll heimili í landinu, í dag, miðvikudaginn 28. maí. Verkefnið er hluti af átaksverkefni ÍSÍ, Ísland á iði, sem er fræðslu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og ólympíusambands Íslands fyrir landsmenn á öllum aldri til aukinnar hreyfingar og heilsueflingar. Er það 32 síðna handbók þar sem kynnt eru ýmis form hreyfingar, svo sem ganga, hjólreiðar, hlaup, sund, teygjuæfingar og hléæfingar. Prentsmiðjan Oddi prentar bæklinginn og Íslandspóstur dreifir honum til allra heimila í landinu. Með verkefninu Ísland á iði vonast ÍSÍ til að ná til enn fleiri íbúa landsins um mikilvægi hreyfingar, næringar og hollustu. Myndatexti: Þorgeir Baldursson, forstjóri Prentsmiðjunnar Odda, Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, og Einar Þorsteinsson, forstjóri Íslandspósts.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar