Sögusýning Árbæjarsafni

Sögusýning Árbæjarsafni

Kaupa Í körfu

SÖGUSÝNINGIN Dagur í lífi Reykvíkinga - sjötti áratugurinn verður opnuð í dag, sunnudag, kl. 14 í Kornhúsinu í Árbæjarsafni. Sýningin er prófverkefni 21 nemanda í námskeiðinu Miðlun sögu í sagnfræðiskor Háskóla Íslands, en nemendur settu hana upp í samvinnu við Árbæjarsafn og mun þetta vera fyrsta samstarfsverkefni HÍ og Árbæjarsafns af þessum toga. Á sýningunni er fylgst með sex Reykvíkingum á ólíkum aldri í amstri hversdagsins á árunum 1950-1960 og dvalist við iðju þeirra einn tiltekinn dag auk þess sem litið er inn á heimili sex manna fjölskyldu í bænum 2. september árið 1958. MYNDATEXTI. Litið er inn á dæmigert heimili sex manna fjölskyldu í Reykjavík 2. september árið 1958.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar