Cannes 2003

Halldór Kolbeins

Cannes 2003

Kaupa Í körfu

Hvar verður þessi Cannes-kvikmyndahátíð haldin í ár? á poppstjarnan Christina Aguilera að hafa spurt. Kannski heimskuleg spurning. Og þó ekki, því hugtakið Cannes er orðið svo órjúfanlegur hluti kvikmyndalistarinnar, en ekki beint sjálfur bærinn litli í Provence-héraði í Suður-Frakklandi heldur hátíðin sem þar er haldin, einmitt árlega eins og Aguilera blessunin gat sér rétt til um. Halldór Kolbeins ljósmyndari og Skarphéðinn Guðmundsson blaðamaður sóttu bæinn heim og hátíðina sem lauk um síðustu helgi og fylgdust hugfangnir með þessum skrautlega darraðardansi. MYNDATEXTI. FINNST ÞÉR ÞÚ HEPPINN? Vélunum miðað að Clint karlinum og leikurum hans í myndinni Mystic River, þeim Lauru Linney, Kevin Bacon og Tim Robbins, sem keppti um Gullpálmann. Eastwood hefur löngum verið í miklu uppáhaldi í Cannes og þrisvar sinnum áður keppt um Pálmann en aldrei haft heppnina með sér.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar