Cannes 2003

Halldór Kolbeins

Cannes 2003

Kaupa Í körfu

Hvar verður þessi Cannes-kvikmyndahátíð haldin í ár? á poppstjarnan Christina Aguilera að hafa spurt. Kannski heimskuleg spurning. Og þó ekki, því hugtakið Cannes er orðið svo órjúfanlegur hluti kvikmyndalistarinnar, en ekki beint sjálfur bærinn litli í Provence-héraði í Suður-Frakklandi heldur hátíðin sem þar er haldin, einmitt árlega eins og Aguilera blessunin gat sér rétt til um. Halldór Kolbeins ljósmyndari og Skarphéðinn Guðmundsson blaðamaður sóttu bæinn heim og hátíðina sem lauk um síðustu helgi og fylgdust hugfangnir með þessum skrautlega darraðardansi. MYNDATEXTI. MEGUM VIÐ VERA MEÐ: Dag hvern er skipulögð sérstök myndataka af stjörnunum sem keppa um Gullpálmann. Hér slá ljósmyndarar á létta strengi með breska leikstjóranum Peter Greenaway sem gerði þau "reginmistök" að stilla sér upp þar sem vaninn er að sigurvegari sýni verðlaunagripi sína.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar