Cannes 2003

Halldór Kolbeins

Cannes 2003

Kaupa Í körfu

Hvar verður þessi Cannes-kvikmyndahátíð haldin í ár? á poppstjarnan Christina Aguilera að hafa spurt. Kannski heimskuleg spurning. Og þó ekki, því hugtakið Cannes er orðið svo órjúfanlegur hluti kvikmyndalistarinnar, en ekki beint sjálfur bærinn litli í Provence-héraði í Suður-Frakklandi heldur hátíðin sem þar er haldin, einmitt árlega eins og Aguilera blessunin gat sér rétt til um. Halldór Kolbeins ljósmyndari og Skarphéðinn Guðmundsson blaðamaður sóttu bæinn heim og hátíðina sem lauk um síðustu helgi og fylgdust hugfangnir með þessum skrautlega darraðardansi. MYNDATEXTI. MANNLÍFIÐ HJÁ MIÐSTÖÐINNI: Aðsetur nýstofnaðrar Kvikmyndamiðstöðvar Íslands var samkomustaður norrænu þátttakendanna á hátíðinni, kvikmyndagerðarmanna, sýningarmanna og blaðamanna. Hér ræðir Laufey Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri við Börk Gunnarsson kvikmyndagerðarmann og framleiðanda fyrstu myndar hans Vratislav Slajer.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar