Smart Roadster í Cannes

Halldór Kolbeins

Smart Roadster í Cannes

Kaupa Í körfu

SMART Roadster og Smart Roadster Coupé eru nýlega komnir á markað í Evrópu. Halldór Kolbeins ljósmyndari, sem hefur vanið komur sína til strandbæjarins Cannes þegar kvikmyndastjörnurnar streyma þangað á kvikmyndahátíð, hefur auga fyrir bílum og festi þessa á filmu eða örflögu. Hér á Íslandi eru þessir bílar munaðarlausir enn sem komið er. Hver veit þó nema Ræsir, sem hefur umboð fyrir bíla DaimlerChrysler-keðjunnar, móðurfyrirtækis Smart, sjái aumur á þessum litla, sportlega borgarbíl, og taki hann í fóstur. Í evrópskum borgum eru þessir bílar hins vegar að verða algeng sjón og nefna má að fyrstu fjóra mánuði ársins var markaðshlutdeild Smart 0,7% í Evrópu sem þýðir um 34.000 seldir bílar. MYNDATEXTI: Roadster Coupé er aflmeiri gerðin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar