Vincent Cassel, Monica Belluci og Albert Dupontel

Halldór Kolbeins

Vincent Cassel, Monica Belluci og Albert Dupontel

Kaupa Í körfu

Mynd í aðalkeppninni í Cannes veldur reiði Baulað í bíói IRRÉVERSIBLE, mynd argentínska kvikmyndagerðarmannsins Gaspar Noé, sem þátt tekur í keppninni um Gullpálmann og var frumsýnd í gær, hefur aldeilis ýtt við fólki í Cannes, sökum óheflaðs ofbeldis og kynlífslýsinga. Á blaðamannasýningu sem blaðamaður Morgunblaðsins sótti ofbauð mörgum áhorfendum svo að þeir yfirgáfu salinn er myndin var skammt á veg komin á meðan aðrir létu sig hafa það að sitja hana í gegn og bauluðu síðan hástöfum. Sagan er einföld hefndarsaga en kvikmyndagerðin er í óhefðbundnara lagi og einkar tilraunakennd, myndavélin á fleygiferð alla liðlanga myndina, upp og niður og fram og til baka, eins og tökumaðurinn sé staddur á skipsdalli í brotsjó. MYNDATEXTI: Vincent Cassel, Monica Belluci og Albert Dupontel eru aðalleikarar í hinni umdeildu Irréversible. mynd kom ekki (Monica Bellucci film nane is Irreversible Halldor Kolbeins 24 mai 2002)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar