Skippers d'Islande

Skippers d'Islande

Kaupa Í körfu

SKÚTAN Arcelor Dunkerque lagðist að bryggju í Reykjavíkurhöfn í gærkvöldi og hafði þar með sigur í frönsku siglingakeppninni Skippers d'Isande. Arcelor var fimm daga og níu klukkustundir á siglingu og bætti um 39 mínútur met íslenskrar áhafnar sem sigldi þessa leið fyrir þremur árum. Tíu skútur og 85 skipverjar taka þátt í keppninni sem er nú haldin í annað skipti í minningu sjómanna sem sigldu frá Frakklandi fyrr á öldum til veiða við Íslandsstrendur. Frakkar eru miklir kappsiglingamenn og löng hefð fyrir siglingakeppnum þar. Skúturnar tíu lögðu upp frá Paimpol í Frakklandi sl. sunnudag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar