Löggur í Grímsey

Helga Mattína Björnsdóttir

Löggur í Grímsey

Kaupa Í körfu

YFIRLÖGREGLUÞJÓNNINN á Akureyri Daníel Guðjónsson, Erna Sigfúsdóttir lögreglufulltrúi Ríkislögreglustjóra og Þorsteinn Pétursson, forvarnarfulltrúi lögreglunnar á Akureyri, komu nýverið og héldu fundi með Grímseyingum um umferð í þéttbýli og dreifbýli og mikilvægi forvarna. Steini Pje sem fer á milli allra skóla í Eyjafirði talaði við yngstu vegfarendurna um Lúlla löggubangsa og ræddi við grunnskólabörnin umnauðsyn þess að kunna umferðarreglurnar hvort sem er í Grímsey - uppi á landi eða erlendis. Alls staðar þurfum við að fylgja reglum svo hlutirnir gangi sem best fyrir sig, á götunni og í samskiptum manna á meðal. MYNDATEXTI. Skólabörn og skólastjóri með Ernu Sigfúsdóttur lögreglufulltrúa, Daníel Guðjónssyni yfirlögregluþjóni og Þorsteini Péturssyni forvarnarfulltrúa.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar