Egillshöll

Arnaldur Halldórsson

Egillshöll

Kaupa Í körfu

Áformað er að opna Egilshöll við Fossaleyni í Grafarvogi formlega 1. september nk. Þetta verður stór og vegleg bygging, um 24.000 ferm. alls, sem mun ekki einungis setja mikinn svip á umhverfi sitt, heldur virka sem segull á yngri sem eldri, nær og fjær á höfuðborgarsvæðinu. Þessi mikla bygging skiptist í tvennt, annars vegar knattspyrnuhúsið, sem er stálgrindarhús og um 12.000 ferm. að stærð, en það hefur þegar verið tekið í notkun. Hins vegar er hliðarbyggingin, sem mun rúma starfsemina að öðru leyti, en hún verður á þremur hæðum og líka um 12.000 ferm. MYNDATEXTI: Egilshöll skiptist í um 12.000 ferm. knattspyrnuhús og um 12.000 ferm. hliðarbyggingu, en þar eru tvær hæðir steinsteyptar og þriðja hæðin úr stálgrind. Nú er unnið að því að innrétta hliðarbygginguna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar