Frá Dalvíkurbyggð - Kiwanis gefur hjálma

Guðmundur Ingi Jónatansson

Frá Dalvíkurbyggð - Kiwanis gefur hjálma

Kaupa Í körfu

Undanfarin ár hefur Kiwanisklúbburinn Hrólfur gefið sjö ára börnum reiðhjólahjálma. Víða um land hafa Kiwanisklúbbar tekið þetta verkefni að sér og Hrólfsfélagar hafa séð um nemendur fimm skóla. Skólana þrjá í Dalvíkurbyggð auk Hríseyjar- og Þelamerkurskóla. Þetta verkefni hefur mælst vel fyrir og klúbburinn hefur jafnan notið stuðnings góðra aðila til þessa verks. Sparisjóður Svarfdæla, VÍS, og Húsasmiðjan hafa styrkt þetta verkefni nú eins og svo oft áður. Myndin var tekin við afhendingu í Dalvíkurskóla á dögunum, Gísli Bjarnason, forseti Hrólfs, er lengst til hægri, þá nemendur og kennarar ásamt Felix lögregluvarðstjóra sem útskýrði fyrir börnunum þörfina fyrir hjálmanotkun. MYNDATEXTI: Frá afhendingu í Dalvíkurskóla. Gísli Bjarnason forseti Hrólfs er lengst til hægri, þá nemendur og kennarar ásamt Felix lögregluvarðstjóra sem útlistaði fyrir börnunum þörfina fyrir hjálmanotkun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar