Gríman skipulögð í Þjóðleikhúsinu

Golli/ Kjartan Þorbjörnsson

Gríman skipulögð í Þjóðleikhúsinu

Kaupa Í körfu

GRÍMAN, Íslensku leiklistarverðlaunin, verður afhent í fyrsta sinn í kvöld við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu. Í gærkvöldi var undirbúningur í fullum gangi og umsjónarmenn verðlaunanna að stilla saman strengi sína, enda er góður undirbúningur lykill að vel heppnaðri hátíð. Sigurður Kaiser sagði hátíðina vera uppskeruhátíð leiklistarinnar á Íslandi í lok leikársins. Hann var ásamt Páli Ragnarssyni ljósameistara, Þórunni Lárusdóttur, kynni á hátíðinni, og Björgvini Franz Gíslasyni, sem er einn af skemmtikröftum kvöldsins, að leggja lokahönd á dagskrána í gærkvöldi. Uppselt er á Grímuna sem verður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu og hefst klukkan 20.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar