Gríman 2003
Kaupa Í körfu
Íslensk leiklistarverðlaun afhent á nýjan leik eftir þriggja áratuga hlé GRÍMAN - Íslensku leiklistarverðlaunin var afhent í fyrsta sinn í gærkvöld við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu sem sjónvarpað var í beinni útsendingu. GRÍMAN - Íslensku leiklistarverðlaunin var afhent í fyrsta sinn í gærkvöld við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu sem sjónvarpað var í beinni útsendingu. Verðlaun fyrir sýningu ársins hlaut leikhópurinn Á senunni fyrir verkið Kvetch eftir Steven Berkoff í leikstjórn Stefáns Jónssonar. Stefán hlaut einnig verðlaun fyrir bestu leikstjórn ársins. Kvenleikari ársins í aðalhlutverki var valin Edda Heiðrún Backman fyrir hlutverk sitt í Hægan Elektra og Kvetch. Edda fór af vettvangi með báðar hendur fullar því hún hlaut einnig verðlaun sem besti kvenleikari í aukahlutverki í Kryddlegnum hjörtum. Karlleikari ársins í aðalhlutverki var valinn Hilmir Snær Guðnason fyrir hlutverk sitt í Veislunni en besti karlleikari í aukahlutverki var Ólafur Darri Ólafsson. Leikskáld ársins var valinn Þorvaldur Þorsteinsson fyrir handritið að leiksýningunni ...And Björk of course. MYNDATEXTI: Edda Heiðrún Backman tekur við verðlaunum sínum sem leikkona ársins í aðalhlutverki úr hendi Baltasars Kormáks og Gunnars Eyjólfssonar. Hún varð jafnframt hlutskörpust í flokki leikkvenna í aukahlutverki.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir