Orðuveitingar

Halldór Kolbeins

Orðuveitingar

Kaupa Í körfu

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Stig orðunnar eru fjögur, stórkrossriddari, stórriddari með stjörnu, stórriddari og riddari, og er forseti Íslands stórmeistari orðunnar. Fimm manna orðunefnd gerir tillögur til stórmeistarans um veitingu orðunnar. Þeir sem sæmdir voru orðu eru: Árni Tryggvason leikari, Reykjavík, riddarakross fyrir leiklist. Ásdís Skúladóttir félagsfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu aldraðra. Gunnar Snorri Gunnarsson ráðuneytisstjóri, Reykjavík, stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu. Halldór Haraldsson skólastjóri, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í þágu tónlistar. Haraldur Stefánsson slökkviliðsstjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir störf að öryggis- og brunavarnamálum. Hörður Húnfjörð Pálsson bakarameistari, Akranesi, riddarakross fyrir störf að félags- og atvinnumálum. Magnús Hallgrímsson verkfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir hjálpar- og endurreisnarstörf á erlendum vettvangi. Dr. Ragnar Sigbjörnsson prófessor, Mosfellsbæ, riddarakross fyrir störf í þágu vísinda og mennta. Stefán Runólfsson fv. framkvæmdastjóri, Vestmannaeyjum, riddarakross fyrir störf að félags- og sjávarútvegsmálum. Unnur Sigtryggsdóttir hjúkrunarfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að heilbrigðismálum. Þórarinn Eldjárn rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskra bókmennta. Þórunn Eiríksdóttir húsfreyja, Borgarnesi, riddarakross fyrir störf að félags- og byggðamálum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar