Mývatnssveit - Hátíðahöld á 17. júní

Birkir Fanndal Haraldsson

Mývatnssveit - Hátíðahöld á 17. júní

Kaupa Í körfu

Mývetningar héldu sína þjóðhátíð með hefðbundnu sniði og í indælisveðri í skrúðgarði sveitarinnar, Höfða. Farið var í göngu frá bílastæðinu um skógargöng, eftir að börnin höfðu fengið sína andlitsmálun. Samkomuna setti Sólveig Jónsdóttir, formaður undirbúningsnefndar, sr. Örnólfur J. Ólafsson flutti hugvekju, Fjallkonan, Inga Gerða Pétursdóttir, las ljóð en hátíðarræðu flutti Þórunn Snæbjarnardóttir. Farið var í leiki og sungin ættjarðarlög. Börnum gafst kostur á að fara á hestbak. Samkoman tókst prýðilega. EKKI ANNAR TEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar